Skilmálar og ábyrgð

Prýði veitir tveggja eða fimm ára ábyrgð samkvæmt íslenskum lögum. Ábyrgðin gildir frá afhendingu vöru. Hafðu samband við okkur ef um galla er að ræða og við leysum málið saman.

Öll verð eru birt með fyrirvara um villur.

Greiðslur

Allar vörur eru í íslenskum krónum (ISK) og með vsk. Hægt er að greiða með greiðslukorti í gegnum greiðslusíðu Borgunar og við tökum við VISA, Mastercard og Maestro kort. Kortanúmerin eru dulkóðuð og vefurinn hýstur í öruggu umhverfi.

Einnig er hægt að greiða vöru með því að millifæra inn á Prýði og senda greiðslukvittun á prydi@prydi.is

 

Skila- og skiptaréttur

Ef þú ert ekki sátt/ur við kaupin getur þú einfaldlega skilað vörunni og fengið aðra vöru í staðinn, inneignarnótu eða endurgreitt. Til að fá vöru endurgreidda þarf það að gerast innan 14 daga frá afhendingu, hún að vera í upprunalegu ástandi og í heilum umbúðum. Einnig þarf að sýna kvittun eða aðra sönnun á greiðslu s.s. millifærslu með upphæð og dagsetningu.

Ef vöru er skilað er sendingargjald til okkar á kostnað viðskiptavinar. Ef varan er gölluð greiðum við sendingarkostnað.

 

Uppseld vara

Ef vara er uppseld munum við hafa samband í síma eða með tölvupósti svo þú getir ákveðið hvort þú bíðir eftir næstu sendingu eða fáir endurgreitt.

 

Afhendingarmáti

Í þessu COVID ástandi bjóðum við sendingu án aukagjalds með Eimskip/Flytjanda samdægurs eða næsta virka dag. Athugið að frí sending er tímabundin og við áskiljum okkur rétt til að leggja á sendingarkostnað síðar, en kynnum það að sjálfsögðu með fyrirvara.

Sendingar berast í flestum tilvikum á áfangastað 2-3 virkum dögum eftir pöntun.